Hafa margt til brunns að bera!

Þeir Karl Fann­ar Sæv­ars­son og Kon­ráð S. Guðjóns­son hlupu 10 kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka, til styrkt­ar stúlkna­skóla í Úganda. Það söfnuðust 290.000kr! Þeim verður vel varið í vinnu við að koma upp brunni fyrir stelpurnar okkar í Úganda.

Heitið á CLF í Reykjavíkurmaraþoninu

Þessa dagana standa Alnæmisbörn fyrir söfnun svo hægt sé að byggja húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation í Kampala, Úganda.

Þrír hlauparar, þær Jóhanna Ella Jónsdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Steinunn Hauksdóttir hafa ákveðið að safna áheitum fyrir Alnæmisbörn í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 24. ágúst næstkomandi.  Þær eru nú þegar búnar að safna 84.500 krónum til stuðnings Alnæmisbörnum.

 

Við hjá Alnæmisbörnum hvetjum fólk til þess að heita á þær í maraþonhlaupinu og óskum hlaupurunum góðs gengis.

 

Frekari upplýsingar má sjá á http://www.hlaupastyrkur.is/