Brunnurinn vígður!

Vatnsbrunnurinn er tilbúinn og kominn í gagnið! Við þökkum Utanríkisráðuneyti Íslands kærlega fyrir styrkinn. Frábært að stelpurnar okkar hafi núna greiðan aðgang að vatni! Agnes Hauksdóttir og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir stjórnarmeðlimir voru í Úganda fyrir stuttu, heimsóttu þá skólann og var brunnurinn vígður við litla athöfn en hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

Ljósmyndir: Muyingo SiRaj

Sigrún vinnur sjálfboðaliðastarf

Í lok mars hélt Sigrún Elfa Snæbjörnsdóttir til Úganda sem sjálfboðaliði í CLF skólanum. Sigrún var með námskeið í tölvunotkun fyrir stelpurnar í skólanum þar sem þær lærðu grunn atriði í word, settu upp tölvupóstfang og lærðu að senda tölvupóst og fleira sem kemur þeim vel í atvinnuleit í framtíðinni. Við þökkum Sigrúnu fyrir frábært starf í skólanum síðustu vikur!