Takk WoMena!

Í síðustu viku fékk Candle Light verkmenntaskólinn heimsókn frá samtökunum WoMena sem buðu upp á kynfræðslu og fræðslu um blæðingar fyrir nemendurna. Þar lærðu stelpurnar meðal annars að þekkja líkama sinn, tíðarhringinn, hvernig er best að takast á við tíðarverki og hvernig á að nota vörur eins og dömubindi. Einnig komu samtökin færandi hendi með fjölnota dömubindi fyrir nemendur og kennara, og birgðir á smokkum sem verður dreift í nágrenni við skólann. Nauðsynjavörur líkt og dömubindi eru því miður munaður sem ekki allir hafa efni á í Úganda, sem veldur því að margar stelpur missa úr skóla þegar þær eru á blæðingum. Bindin munu endast stelpunum í a.m.k. eitt ár, út skólagönguna. Við þökkum WoMena kærlega fyrir okkur, sem og Sendiráði Íslands í Kampala fyrir stuðninginn við heimsóknina!