Takk fyrir stuðninginn!

Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoninu, hann var ómetanlegur! Sérstakar þakkir til þeirra sem hlupu fyrir samtökin en það voru Tómas Ingi Adolfsson, Renata Sigurbergsdóttir, Ásrún Birgisdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir, Ármann Halldórsson, Halldóra Hrólfsdóttir og Margrét Geirsdóttir. Án ykkar hefði áheitasöfnunin ekki heppnast eins vel og hún gerði en það söfnuðust 326.500 kr! Öll áheitin munu öll renna óskipt til reksturs verkmenntaskólans í Úganda en við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast áfram með starfi verkmenntaskólans hér á heimasíðunni, á Instagram og á Facebook.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn, þið eruð frábær.

Menntun stúlkna vinnur gegn barnahjónaböndum

Friðsemd, formaður CLF á Íslandi, og Tómas, gjaldkeri og varaformaður, skrifuðu grein um fjölbreytt gildi menntunarinnar sem verkmenntaskóli CLF veitir:

„Að útvega stúlkum þekk­ingu og skapa þeim færni sem nýt­ist þeim í líf­inu er eitt það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr líkum á því að þær gift­ist ung­ar. Með því að sýna fram á gildi mennt­unar má svo smám saman breyta þeim við­horfum sem oft eru ríkj­andi gagn­vart menntun stúlkna.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Tómas reimar á sig hlaupaskóna

Tómas, gjaldkeri og varaformaður CLF á Íslandi, hleypur að sjálfsögðu fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu líkt og kemur fram á Vísi: ,,Við ætlum okkur að efla starfsemi skólans enn frekar og fá til dæmis fleiri góða kennara og bæta inn verkefnum, eins og fatasaum, hænsnarækt og kertagerð, en þau verkefni gera skólanum og nemendum hans kleift að selja afraksturinn og efla þar með sjálfstraust stúlknanna og bæta hag þeirra til framtíðar“

Hægt er að heita á hlauparana hér.