Takk fyrir stuðninginn!

Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoninu, hann var ómetanlegur! Sérstakar þakkir til þeirra sem hlupu fyrir samtökin en það voru Tómas Ingi Adolfsson, Renata Sigurbergsdóttir, Ásrún Birgisdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir, Ármann Halldórsson, Halldóra Hrólfsdóttir og Margrét Geirsdóttir. Án ykkar hefði áheitasöfnunin ekki heppnast eins vel og hún gerði en það söfnuðust 326.500 kr! Öll áheitin munu öll renna óskipt til reksturs verkmenntaskólans í Úganda en við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast áfram með starfi verkmenntaskólans hér á heimasíðunni, á Instagram og á Facebook.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn, þið eruð frábær.

0 svör

Skildu eftir athugasemd

Hefurðu eitthvað fram að færa?
Endilega láttu ljós þitt skína

Skildu eftir svar