Kynheilsa og álfabikar

Samtökin WoMena, sem sérhæfa sig í kynheilsu kvenna sérstaklega í tengslum við blæðingar, heimsóttu skólann okkar í annað sinn í vikunni. Var bæði nemendum og konum í nágrenninu boðin fræðsla. Í þetta sinn komu WoMena færandi hendi með álfabikar handa þátttakendum sem munu að öllum líkindum nýtast þeim í 10 ár, en álfabikarinn er margnota bikar úr sílíkoni sem tekur tíðarblóði og er notaður í stað dömubinda og tappa. Það er munur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tíma mánaðarins næstu 10 árin! Takk WoMena fyrir allt, og takk sendiráð Íslands í Kampala fyrir stuðninginn.