Jólamarkaður CLF í Kolaportinu

Verið velkomin á Jólamarkað CLF á Íslandi en við verðum í Kolaportinu helgina 15. og 16. desember með fallegt úganskt handverk til styrktar félaginu. Það sem er til sölu eru meðal annars fallegar og litríkar töskur, svuntur, salatskeiðar, hitaplattar, skartgripir og gjafabréf (gjafir sem gefa), en allur ágóði rennur óskiptur til rekstrar verkmenntaskóla CLF fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Tilvaldar gjafir í jólapakkann, sem bæði gleðja og styðja gott málefni.

Finna má viðburðinn hér á Facebook.

 

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Þess má geta að allt starf CLF á Íslandi er unnið í sjálfboðavinnu af fólki sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á jafnréttismálum, þróunarmálum og menntamálum, eða öllu því sem CLF stendur fyrir.

CLF í Úganda fær einnig reglulega til sín sjálfboðaliða frá Íslandi sem unnið hafa frábært starf í þágu skólans. Vilt þú gerast sjálfboðaliði, láta gott af þér leiða og öðlast dýrmæta reynslu? Þá máttu endilega senda okkur póst á clf@clf.is.