Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Þess má geta að allt starf CLF á Íslandi er unnið í sjálfboðavinnu af fólki sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á jafnréttismálum, þróunarmálum og menntamálum, eða öllu því sem CLF stendur fyrir.

CLF í Úganda fær einnig reglulega til sín sjálfboðaliða frá Íslandi sem unnið hafa frábært starf í þágu skólans. Vilt þú gerast sjálfboðaliði, láta gott af þér leiða og öðlast dýrmæta reynslu? Þá máttu endilega senda okkur póst á clf@clf.is.

0 svör

Skildu eftir athugasemd

Hefurðu eitthvað fram að færa?
Endilega láttu ljós þitt skína

Skildu eftir svar