Jólamarkaður CLF í Kolaportinu
Verið velkomin á Jólamarkað CLF á Íslandi en við verðum í Kolaportinu helgina 15. og 16. desember með fallegt úganskt handverk til styrktar félaginu. Það sem er til sölu eru meðal annars fallegar og litríkar töskur, svuntur, salatskeiðar, hitaplattar, skartgripir og gjafabréf (gjafir sem gefa), en allur ágóði rennur óskiptur til rekstrar verkmenntaskóla CLF fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. Tilvaldar gjafir í jólapakkann, sem bæði gleðja og styðja gott málefni.
Finna má viðburðinn hér á Facebook.
Skildu eftir athugasemd
Hefurðu eitthvað fram að færa?Endilega láttu ljós þitt skína