CLF Úganda fær styrk frá Rótarý og kanadíska ríkinu

Frábærar fréttir inn í helgina! CLF í Úganda hefur hlotið styrk frá Rotary International, ýmsum Rótarý klúbbum í Kanada og kanadíska ríkinu til þess að fara af stað með tíðarheilsuverkefni í samstarfi við Rótarý. Stelpurnar okkar munu læra að sauma sín eigin fjölnota bindi sem verða einnig seld á viðráðanlegu verði í nærliggjandi skólum. Einnig fá þær blæðingafræðslu sem þær munu koma áfram til nemenda hinna skólanna. Slagorð verkefnisins er „Girls helping girls stay in school“ og er markmiðið að takast á við þann vanda sem blæðingar skapa fyrir skólastelpur sem ekki hafa aðgengi að túrvörum og fræðslu um hvernig eigi að takast á við þær. Stúlkur í Úganda flosna jafnvel úr námi vegna þessa og því er þetta mjög svo mikilvægt verkefni. Við erum ekkert smá ánægð og þakklát fyrir þetta frábæra framtak og hlökkum til að segja ykkur betur frá!

Fjölnota grímur

Við vorum að fá sendingu af einstaklega fallegum fjölnota grímum sem eru saumaðar af stúlkunum í verkmenntaskóla Candle Light í Úganda. Grímurnar eru þriggja laga og koma í nokkrum mismunandi litum. Þið getið skoðað úrvalið og pantað grímurnar hér: https://clf.is/voruflokkur/studningur/

Það er frí heimsending á grímunum en við hvetjum ykkur til þess að vera tímanlega að panta þar sem sendingin getur tekið aðeins lengri tíma en vanalega með póstinum núna í desember.

Við munum svo vonandi geta bætt við vöruúrvalið hér í vefversluninni okkar á næstunni en þar sem það verða líklegast engir jólamarkaðir þetta árið mun öll sala á vörunum okkar fara fram á netinu. Við viljum líka þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn á árinu en við höfum með ykkar aðstoð náð að styðja vel við nemendur og kennara í gegnum þessa erfiðu og fordæmalausu tíma.