Fjölnota grímur
Við vorum að fá sendingu af einstaklega fallegum fjölnota grímum sem eru saumaðar af stúlkunum í verkmenntaskóla Candle Light í Úganda. Grímurnar eru þriggja laga og koma í nokkrum mismunandi litum. Þið getið skoðað úrvalið og pantað grímurnar hér: https://clf.is/voruflokkur/studningur/
Það er frí heimsending á grímunum en við hvetjum ykkur til þess að vera tímanlega að panta þar sem sendingin getur tekið aðeins lengri tíma en vanalega með póstinum núna í desember.
Við munum svo vonandi geta bætt við vöruúrvalið hér í vefversluninni okkar á næstunni en þar sem það verða líklegast engir jólamarkaðir þetta árið mun öll sala á vörunum okkar fara fram á netinu. Við viljum líka þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn á árinu en við höfum með ykkar aðstoð náð að styðja vel við nemendur og kennara í gegnum þessa erfiðu og fordæmalausu tíma.
Skildu eftir athugasemd
Hefurðu eitthvað fram að færa?Endilega láttu ljós þitt skína