CLF Úganda fær styrk frá Rótarý og kanadíska ríkinu

Frábærar fréttir inn í helgina! CLF í Úganda hefur hlotið styrk frá Rotary International, ýmsum Rótarý klúbbum í Kanada og kanadíska ríkinu til þess að fara af stað með tíðarheilsuverkefni í samstarfi við Rótarý. Stelpurnar okkar munu læra að sauma sín eigin fjölnota bindi sem verða einnig seld á viðráðanlegu verði í nærliggjandi skólum. Einnig fá þær blæðingafræðslu sem þær munu koma áfram til nemenda hinna skólanna. Slagorð verkefnisins er „Girls helping girls stay in school“ og er markmiðið að takast á við þann vanda sem blæðingar skapa fyrir skólastelpur sem ekki hafa aðgengi að túrvörum og fræðslu um hvernig eigi að takast á við þær. Stúlkur í Úganda flosna jafnvel úr námi vegna þessa og því er þetta mjög svo mikilvægt verkefni. Við erum ekkert smá ánægð og þakklát fyrir þetta frábæra framtak og hlökkum til að segja ykkur betur frá!

0 svör

Skildu eftir athugasemd

Hefurðu eitthvað fram að færa?
Endilega láttu ljós þitt skína

Skildu eftir svar