Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2021

8. mars var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni sem og tilslökunum á Covid takmörkum þá slógum við upp smá veislu við skólann! Þetta hafa svo sannarlega verið krefjandi mánuðir og það er gott að líta fram á við til bjartari tíma. CLF bauð stelpum úr 6 nágrannaskólum á viðburðinn en það eru þeir skólar sem taka þátt í tíðarheilsuverkefninu okkar styrkt af Rótarý. Hver stúlka sem kom á viðburðinn fékk pakka með tveimur margnota dömubindum auk þess að allir gestirnir fengu fjölnota grímu saumaða af stúlkunum í verkmenntaskóla CLF. Boðið var uppá fræðslu um blæðingar og hvernig eigi að nota bindin sem þær fengu að gjöf, og stúlkurnar fengu tækifæri á að deila sinni reynslu. Heiðursgestur var Mary Namuli frá skólayfirvöldum Mukono héraðs. Þetta var frábær dagur í alla staði.

„There are two powers in the world: one is the sword and the other is the pen. There is a third power stronger than both, that of women.“ -Malala Yousafzai