Vatn eru mannréttindi

Alþjóðlegi vatnsdagurinn er í dag en á þessum degi er athygli vakin á þeim gífurlega fjölda fólks sem ekki hefur aðgang að hreinu neysluvatni. Í dag hafa 2,2 milljarðar manns ekki aðgang að hreinu og öruggu vatni, sem er mikið áhyggjuefni enda lágmarks mannréttindi og lífsnauðsynlegt.

Við hjá CLF vorum svo heppin að hljóta styrk frá Utanríkisráðuneyti Íslands árið 2017 til þess að grafa fyrir brunni og hefur hann, síðan þá, auðveldað nemendum, starfsfólki og nágrönnum lífið töluvert. Hreint og öruggt vatn fæst nú á skólalóðinni en áður þurfti að ganga langa vegalengd daglega til að sækja vatn. Við skulum ekki taka vatni sem sjálfsögðum hlut, hvorki í dag né aðra daga.