Entries by agnes

Fjölnota grímur

Við vorum að fá sendingu af einstaklega fallegum fjölnota grímum sem eru saumaðar af stúlkunum í verkmenntaskóla Candle Light í Úganda. Grímurnar eru þriggja laga og koma í nokkrum mismunandi litum. Þið getið skoðað úrvalið og pantað grímurnar hér: https://clf.is/voruflokkur/studningur/ Það er frí heimsending á grímunum en við hvetjum ykkur til þess að vera tímanlega […]

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Þess má geta að allt starf CLF á Íslandi er unnið í sjálfboðavinnu af fólki sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á jafnréttismálum, þróunarmálum og menntamálum, eða öllu því sem CLF stendur fyrir. CLF í Úganda fær einnig reglulega til sín sjálfboðaliða frá Íslandi sem […]

Kynheilsa og álfabikar

Samtökin WoMena, sem sérhæfa sig í kynheilsu kvenna sérstaklega í tengslum við blæðingar, heimsóttu skólann okkar í annað sinn í vikunni. Var bæði nemendum og konum í nágrenninu boðin fræðsla. Í þetta sinn komu WoMena færandi hendi með álfabikar handa þátttakendum sem munu að öllum líkindum nýtast þeim í 10 ár, en álfabikarinn er margnota […]

Takk fyrir stuðninginn!

Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoninu, hann var ómetanlegur! Sérstakar þakkir til þeirra sem hlupu fyrir samtökin en það voru Tómas Ingi Adolfsson, Renata Sigurbergsdóttir, Ásrún Birgisdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir, Ármann Halldórsson, Halldóra Hrólfsdóttir og Margrét Geirsdóttir. Án ykkar hefði áheitasöfnunin ekki heppnast eins vel og hún gerði en það söfnuðust 326.500 […]

Menntun stúlkna vinnur gegn barnahjónaböndum

Friðsemd, formaður CLF á Íslandi, og Tómas, gjaldkeri og varaformaður, skrifuðu grein um fjölbreytt gildi menntunarinnar sem verkmenntaskóli CLF veitir: „Að útvega stúlkum þekk­ingu og skapa þeim færni sem nýt­ist þeim í líf­inu er eitt það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr líkum á því að þær gift­ist ung­ar. Með […]

Tómas reimar á sig hlaupaskóna

Tómas, gjaldkeri og varaformaður CLF á Íslandi, hleypur að sjálfsögðu fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu líkt og kemur fram á Vísi: ,,Við ætlum okkur að efla starfsemi skólans enn frekar og fá til dæmis fleiri góða kennara og bæta inn verkefnum, eins og fatasaum, hænsnarækt og kertagerð, en þau verkefni gera skólanum og nemendum hans kleift […]

Takk WoMena!

Í síðustu viku fékk Candle Light verkmenntaskólinn heimsókn frá samtökunum WoMena sem buðu upp á kynfræðslu og fræðslu um blæðingar fyrir nemendurna. Þar lærðu stelpurnar meðal annars að þekkja líkama sinn, tíðarhringinn, hvernig er best að takast á við tíðarverki og hvernig á að nota vörur eins og dömubindi. Einnig komu samtökin færandi hendi með […]