Erla Halldórsdóttir stofnaði frjálsu félagasamtökin Candle Light Foundation í Kampala, Úganda árið 2001. Þremur árum seinna eða árið 2004, stofnaði Erla svo samtökin Alnæmisbörn sem í dag heita CLF á Íslandi. CLF á Íslandi var stofnað til þess að styðja við starfsemi CLF í Úganda.
Framan af ævi vann Erla almenn skrifstofustörf, á leikskóla og á rannsóknarstofu. Árið 1979 flutti Erla ásamt fjölskyldu sinni til Hondúras og árið 1983 fluttust þau til Kenýa en þar lauk Erla háskólanámi í mannfræði. Árið 1993 fluttist fjölskyldan til Úganda en þar kviknaði áhugi hennar á högum munaðarlausra barna. Eftir heimkomuna 1994 hélt Erla áfram rannsóknum á högum munaðarlausra barna í Úganda, og árið 2001 stofnaði hún Candle Light Foundation í Kampala, þar sem heimilislausar stelpur höfðu atvinnu af kertaframleiðslu og fengu þar aðstoð við að fóta sig í þjóðfélaginu. Jafnframt starfinu í Úganda vann Erla á Íslandi, seinast hjá Íslenskum orkurannsóknum. Erla lést stuttu eftir að félagið var stofnað árið 2004.