Við erum

CLF á Íslandi

Candle Light Foundation (CLF) eru frjáls félagasamtök sem staðsett eru í Kampala, höfuðborg Úganda. Samtökin voru stofnuð árið 2001 af Erlu Halldórsdóttur. Félagið CLF á Íslandi (áður Alnæmisbörn) hefur stutt við starfsemi Candle Light Foundation frá árinu 2004.

Lög CLF á Íslandi

CLF á Íslandi eru frjáls félagasamtök. Kynntu þér okkar stjórnskipulag.

Stjórn CLF

Fólkið sem stýrir starfinu.

Hafa samband

Ef þú ert með spurningu eða erindi sendu okkur þá endilega skilaboð

CLF í

Úganda

Candle Light Foundation (CLF) eru frjáls félagasamtök sem staðsett eru rétt fyrir utan Kampala, höfuðborg Úganda. Samtökin voru stofnuð árið 2001 af Erlu Halldórsdóttur, mannfræðingi. Félagið CLF á Íslandi hefur stutt við starfsemi Candle Light Foundation frá árinu 2004.

Í upphafi var aðalmarkmið CLF að hjálpa ungum stúlkum sem áttu um sárt að binda vegna alnæmisfaraldursins að hefja nýtt líf. Síðan þá hefur starfsemin breyst og styður nú einnig við stúlkur sem standa höllum fæti í samfélaginu af öðrum ástæðum, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð.

CLF á

Íslandi

CLF á Íslandi var stofnað vorið 2004 undir nafninu Alnæmisbörn til að styðja við starf Candle Light Foundation í Úganda. Árið 2017 skipti félagið um nafn og heitir nú CLF á Íslandi.

Sá stuðningur sem CLF á Íslandi veitir CLF í Úganda hefur fyrst og fremst falist í því að styrkja skólagöngu CLF stúlkna. Félagið hefur einnig styrkt CLF í Úganda með kaupum á landi og byggingu nýs verkmenntaskóla á því landi. Á lóðinni er jafn­framt heimavist fyrir þær stúlkur sem þurfa á því að halda.

Meginmarkmið Candle Light Foundation hefur frá upphafi verið að tryggja stúlkum menntun en menntunin opnar dyr í frekara nám og eykur einnig atvinnumöguleika þeirra.

Starfsemi CLF

Verkmenntaskólinn

Verkmenntaskóli Candle Light Foundation hefur verið styrktur af Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda frá árinu 2010. Í skólanum gefst stúlkunum tækifæri til að mennta sig í ýmsum iðngreinum, svo sem eldamennsku, fatasaumi, hárgreiðslu auk þess sem boðið er upp á tölvukennslu. Að loknu námi fá stúlkurnar skírteini sem gefið er útaf Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda en menntunin er viðurkennd í allri Austur-Afríku. Stúlkur sem útskrifast úr skólanum eiga einnig möguleika á að bæta við sig námi og fá diplómu og/eða hefja formlegt nám.

Árið 2015 stunduðu 170 stúlkur nám við verkmenntaskólann.

Erla Halldórsdóttir

Stofnandi CLF

Erla Halldórsdóttir stofnaði frjálsu félagasamtökin Candle Light Foundation í Kampala, Úganda árið 2001. Þremur árum seinna eða árið 2004, stofnaði Erla svo samtökin Alnæmisbörn sem í dag heita CLF á Íslandi. CLF á Íslandi var stofnað til þess að styðja við starfsemi CLF í Úganda.

Framan af ævi vann Erla almenn skrifstofustörf, á leikskóla og á rannsóknarstofu. Árið 1979 flutti Erla ásamt fjölskyldu sinni til Hondúras og árið 1983 fluttust þau til Kenýa en þar lauk Erla háskólanámi í mannfræði. Árið 1993 fluttist fjölskyldan til Úganda en þar kviknaði áhugi hennar á högum munaðarlausra barna. Eftir heimkomuna 1994 hélt Erla áfram rannsóknum á högum munaðarlausra barna í Úganda, og árið 2001 stofnaði hún Candle Light Foundation í Kampala, þar sem heimilislausar stelpur höfðu atvinnu af kertaframleiðslu og fengu þar aðstoð við að fóta sig í þjóðfélaginu. Jafnframt starfinu í Úganda vann Erla á Íslandi, seinast hjá Íslenskum orkurannsóknum. Erla lést stuttu eftir að félagið var stofnað árið 2004.

Þitt framlag skiptir máli

Hjálpaðu okkur

Um 50 einstaklingar styrkja menntun stúlkna hjá CLF í Úganda með mánaðarlegum framlögum. Auk þeirra hafa Íslenskar Orkurannsóknir styrkt stúlkurnar til náms undanfarin ár auk þess sem Reykjavik Geothermal hefur veitt styrki til reksturs CLF. Á síðastliðnum árum hefur CLF á Íslandi einnig fengið styrki frá Zonta á Íslandi, Vaxandi ehf., Ferðaskrifstofu Íslands og Alheimsauði.