Lög félagsins
Samþykkt á aðalfundi 30. mars 2011.
Samþykkt á aðalfundi 30. mars 2011.
1. grein
Nafn félagsins
Félagið heitir CLF á Íslandi.
2. grein
Heimili og varnarþing
Starfssvæði félagsins er heimurinn allur.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
3. grein
Tilgangur og markmið félagsins
Tilgangur félagsins er að stuðla að bættum hag barna sem á einn eða annan hátt eiga undir högg að sækja.
Þessu markmiði hyggst félagið ná m.a. með því að:
Félagið leggur áherslu á mannréttindi og umburðarlyndi í samskiptum og skoðana-skiptum.
4. grein
Félagsmenn og styrktaraðild
Félagsmenn geta orðið áhugafólk um málefni barna er eiga um sárt að binda. Einstaklingar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar eða styrkt einstök verkefni. Umsókn um aðild er yfirlýsing um stuðning við tilgang og markmið félagsins. (sbr. 3. gr.). Rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Félagsmaður sem ekki greiðir félagsgjöld í 2 ár missir öll réttindi í félaginu. Félagsmönnum ber að virða lög félagsins, fundarsköp, fundarsamþykktir og ákvarðanir stjórnar. Þeim er óheimilt að tjá sig í nafni félagsins á opinberum vettvangi nema með samþykki stjórnar.
5. grein
Aðalfundur
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega í mars. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðarétt. Fundurinn skal boðaður félagsmönnum með minnst sjö daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundarefni allar tillögur að lagabreytingum, ásamt öðrum tillögur sem borist hafa og þarf að bera undir atkvæði. Stjórn félagsins skipuleggur og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum, þó þarf a.m.k. 2/3 atkvæða til lagabreytinga. Halda skal gerðarbók um aðalfundi félagsins og skrá allar samþykktir og ákvarðanir. Fjárhagsár félagsins er almanaksárið.
6. grein
Lagabreytingar
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Breytingartillögur þurfa að berast stjórn 14 dögum fyrir aðalfund.
7.grein
Stjórn
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: formanni, varaformanni, sem einnig er gjaldkeri, ritara og fjórum meðstjórnendum. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal tvo skoðunarmenn til eins árs í senn.
Stjórn fer með málefni félagsins á milli aðalfunda og annast framkvæmd á ákvörðunum hans. Stjórnarfundir skulu vera a.m.k. ársfjórðungslega og boðar formaður til þeirra. Halda skal gerðarbók um það sem fjallað er um á stjórnarfundum og skal hún vera aðgengileg félagsmönnum. Stjórnarfundur er ákvörðunarbær ef þrír stjórnarmenn hið minnsta sitja fundinn. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í kosningum á stjórnarfundum. Stjórn félagsins skal hafa umsjón með rekstri félagsins og bera ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórn tekur ákvarðanir um ráðningu starfsmanna félagsins. Stefnt skal að stofnun nefnda um tiltekin áhugasvið félagsmanna. Firmaritun félagsins er í höndum formanns og gjaldkera.
8. grein
Félagsfundir og kynning á félaginu
Auk aðalfundar skal halda félagsfund hvenær sem stjórn félagsins álítur það nauðsynlegt. Stjórn ber að boða til félagsfundar ef tíu eða fleiri félagsmenn óska þess formlega. Til félagsfundar skal boðað með almennri auglýsingu með a.m.k. sjö daga fyrirvara. Halda skal gerðarbók um það sem fjallað er um á félagsfundum og skal hún vera aðgengileg félagsmönnum. Félagið getur tekur þátt í ráðstefnum þar sem fjallað er um málefni tengd markmiðum félagsins, og félagsmenn geta tekið að sér að kynna störf félagsins hjá samtökum og öðrum sem sýna markmiðum félagsins áhuga. Kynningarefni um markmið og störf félagsins verður gert aðgengilegt fyrir félagsmenn og aðra sem áhuga hafa.
9. grein
Slit félagsins
Komi fram tillaga um að leggja félagið niður þarf samþykki a.m.k. 2/3 hluta atkvæðisbærra félagsmanna. Verði félagið lagt niður skulu eigur þess ganga til SOS barnaþorpa
10. grein
Gildistími
Samþykkt þessi öðlast gildi á stofnfundi félagsins.
CLF á Íslandi, áður Félagið Alnæmisbörn, var stofnað vorið 2004 til að styðja starf Candle Light Foundation í Kampala í Uganda.