Lýsing
Kauptu eina – gefðu eina! Fyrir hverja keypta grímu gefum við aðra til úganskrar stúlku sem á þarf að halda.
Fjölnota grímur handgerðar af stúlkunum í Candle Light verkmenntaskólanum í Úganda. Grímurnar eru þriggja laga og koma með hólfi þar sem hægt er að setja filter sé þess óskað. Hægt er að þvo grímurnar á 30 eða 40 gráður í þvottavél.
Athugið að hver og ein gríma er einstök og því engar tvær grímur eins. Ef þið hafið einhverjar sérstakar óskir varðandi hvernig grímu/r þið viljið megið þið endilega láta okkur vita með því að setja inn skýringu með pöntuninni.
