Vertu með!

Þú getur stutt CLF með ýmsu móti. Fé sem safnast er nýtt til stuðnings nemenda við skólann, notað til að kaupa kennslugögn og nauðsynjavörur og tryggir áframhaldandi starfsemi skólans. Við erum gríðarlega þakklát öllum þeim sem leggja starfseminni lið.

Hafðu áhrif

CLF á Íslandi leitar eftir stuðningi þínum við áframhaldandi öflugt starf í Úganda.

Leggðu hönd á plóg

Þinn stuðningur skiptir máli

Starfsemi Candle Light Foundation í Úganda er gríðarlega mikilvægt fyrir stúlkur á svæðinu þar sem námið veitir þeim tækifæri sem þeim myndi annars ekki bjóðast. Starfið er rekið af hugsjón stjórnar CLF í Úganda sem og stjórnar CLF hér heima. Smáar upphæðir geta gert gæfumuninn þegar að kemur að því að bæta aðstöðuna í verkmenntaskólanum og því erum við þakklát fyrir öll framlög sem berast okkur.

Lawino Florence

„Mig langar til að stofna mitt eigið munaðarleysingjahæli, ef ég get fundið til peningana. Mig langar að hjálpa fólki, rétt eins og það hefur hjálpað mér.“

Lawino FlorenceFyrrverandi nemandi við skólann, um framtíðardrauma sína

Öll frjáls framlög fara óskipt til CLF í Úganda og eru nýtt til reksturs verkmenntaskóla Candle Light Foundation. Frjáls framlög leggjast inn á reikning CLF á Íslandi.

Frjáls framlög

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

Langtíma- styrktaraðili

CLF á Íslandi leitar eftir stuðningi þínum við áframhaldandi öflugt starf í Úganda.

Styrktaraðilar velja um að greiða 1000, 3000 eða 5000 kr. á mánuði og fá þá sendan greiðsluseðil í heimabankann mánaðarlega. Allir styrkir renna óskiptir í starfsemi skólans. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda okkur tölvupóst á clf@clf.is eða að senda okkur skilaboð á Facebook.

Nemendur skólans hanna og framleiða fallega skartgripi, klæðnað, töskur og fleira sem CLF á Íslandi selur á mörkuðum hér heima.  Einnig er hægt að skoða og panta hönnunargripina hér á þessum vef.  Að auki getur þú stutt við nám stúlknanna með því að kaupa stuðning í formi námsstuðnings eða veita fé sem er nýtt til að fjármagna aðstöðu.

Verslaðu við okkur

Skoðaðu hönnunargripi og stuðningsmöguleikana í vefversluninni okkar.

Farðu til Úganda

Viltu fara til Úganda og leggja hönd á plóg? 

Ef þú hefur áhuga á því að gerast sjálfboðaliði hjá CLF í Úganda í lengri eða skemmri tíma getur þú fyllt út rafræna umsóknareyðublaðið okkar.

FRÉTTABRÉF

Heyrðu frá okkur!

Ef þú vilt heyra af starfinu okkar, stökkva í lítil sjálfboðaliðastörf endrum og eins eða fá að fylgjast með nýjum vörum í vefversluninni okkar, getur þú smellt inn netfanginu þínu á þennan lista.

Skrá mig á sjálfboðaliðaskrá