Valdeflandi menntun
CLF á Íslandi styður við grunnskóla CLF í Úganda. Sérstök áhersla er á stuðning við stúlkur sem koma úr erfiðum aðstæðum vegna fátæktar, foreldramissis, fötlunar, barneigna eða annarra ástæðna. Samhliða bóklegu námi er öllum nemendum boðið upp á hagnýtt verknám til að auka atvinnumöguleika og lífsgæði.
Hagnýt þekking er lykillinn að sjálfstæði
Auk bóklegs náms eftir úganskri námskrá býðst nemendum uppá hagnýtt verknám sem eykur möguleika þeirra á að standa á eigin fótum eftir útskrift. Í boði er að læra matreiðslu og grænmetisræktun, hárgreiðslu, fatasaum og hönnun og tölvukennslu.
Allir græða á fallegu handverki
CLF á Íslandi hafa til sölu fallegt úganskt handverk, sumt hannað af nemendum skólans. Allur ágóði rennur óskiptur til skólans og fer í að greiða skólagögn, lækniskostnað og annan nauðsynlegan stuðning fyrir nemendur.
Verkmenntaskóli fyrir ungar konur
CLF í Úganda
Candle Light Foundation (CLF) eru frjáls félagasamtök í Úganda. Samtökin reka grunnskóla í Mukono héraði, Úganda. Meginmarkmið CLF er að styðja stúlkur og ungmenni í Úganda sem koma úr erfiðum aðstæðum til náms, og auka þannig atvinnumöguleika þeirra og lífsgæði.
Nokkur orð um okkur
CLF á Íslandi
CLF á Íslandi var stofnað árið 2004 af Erlu Halldórsdóttur undir nafninu Alnæmisbörn. Félagið var stofnað til þess að styðja við starfsemi frjálsu félagasamtakanna Candle Light Foundation sem Erla stofnaði í Kampala ásamt Rosette Nabuuma árið 2001. Félagið gerir það aðallega með því að styðja við CLF skólann í Mukono héraði í Úganda.
Frjáls framlög
Öll einstök framlög renna óskipt til CLF í Úganda og eru nýtt til reksturs verkmenntaskóla Candle Light Foundation. Smáar upphæðir geta gert mikið í Úganda og því erum við þakklát fyrir öll framlög.
Vilt þú gerast styrktaraðili?
Vilt þú vera í hópi mánaðarlegra styrktaraðila okkar? Þú hefur val um að greiða 2000 kr, 3300 kr eða 4500 kr mánaðarlega. Í boði er að styðja einstakan nemanda til náms. Styrktaraðilar veita ómetanlegan stuðning við rekstur skólans.
Verslaðu úganskt handverk
CLF á Íslandi hefur til sölu fallegt úganskt handverk. Ágóðinn fer í að greiða kennslugögn, lækniskostnað og annan nauðsynlegan stuðning við nemendur. Þú getur séð urvalið og verslað inná www.clfverslun.is