Valdeflandi menntun

CLF á Íslandi styður við grunnskóla CLF í Úganda. Sérstök áhersla er á stuðning við stúlkur sem koma úr erfiðum aðstæðum vegna fátæktar, foreldramissis, fötlunar, barneigna eða annarra ástæðna. Samhliða bóklegu námi er öllum nemendum boðið upp á hagnýtt verknám til að auka atvinnumöguleika og lífsgæði.

Hagnýt þekking er lykillinn að sjálfstæði

Auk bóklegs náms eftir úganskri námskrá býðst nemendum uppá hagnýtt verknám sem eykur möguleika þeirra á að standa á eigin fótum eftir útskrift. Í boði er að læra matreiðslu og grænmetisræktun, hárgreiðslu, fatasaum og hönnun og tölvukennslu.

Allir græða á fallegu handverki

CLF á Íslandi hafa til sölu fallegt úganskt handverk, sumt hannað af nemendum skólans. Allur ágóði rennur óskiptur til skólans og fer í að greiða skólagögn, lækniskostnað og annan nauðsynlegan stuðning fyrir nemendur. 

Verkmenntaskóli fyrir ungar konur

CLF í Úganda

Candle Light Foundation (CLF) eru frjáls félagasamtök í Úganda. Samtökin reka grunnskóla í Mukono héraði, Úganda. Meginmarkmið CLF er að styðja stúlkur og ungmenni í Úganda sem koma úr erfiðum aðstæðum til náms, og auka þannig atvinnumöguleika þeirra og lífsgæði. 

Nokkur orð um okkur

CLF á Íslandi

CLF á Íslandi var stofnað árið 2004 af Erlu Halldórsdóttur undir nafninu Alnæmisbörn. Félagið var stofnað til þess að styðja við starfsemi frjálsu félagasamtakanna Candle Light Foun­dation sem Erla stofnaði í Kampala ásamt Rosette Nabuuma árið 2001. Félagið gerir það aðallega með því að styðja við CLF skólann í Mukono héraði í Úganda.

23 ár

starfandi í Úganda

Yfir 3000

stúlkur styrktar til náms frá árinu 2001

301

nemendur stunda nám í CLF

19%

stúlkna í Úganda stunda nám í framhaldsskólum.

CLF reisir nýjan vatnsbrunn við verkmenntaskólann

Aðgengi að vatni

Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðgengi að vatni sem mannréttindi árið 2010. CLF á Íslandi aðstoðaði sumarið 2017 við að reisa vatnsbrunn við verkmenntaskóla CLF og nú hafa nemendur og starfsfólks skólans, sem og nærliggjandi heimili, aðgengi að hreinu vatni. Verkefnið var stutt af Utanríkisráðuneyti Íslands.

Ég er mjög þakklát fyrir allt sem Íslendingar hafa gert fyrir mig, þrátt fyrir að ég þekki þá ekki. Ég þakka fyrir þeirra góða starf og þann kærleik sem þau bera fyrir börnum í Úganda.

Gertrude
GertrudeNemandi við skólann

Frjáls framlög

Öll einstök framlög renna óskipt til CLF í Úganda og eru nýtt til reksturs verkmenntaskóla Candle Light Foundation. Smáar upphæðir geta gert mikið í Úganda og því erum við þakklát fyrir öll framlög.

Vilt þú gerast styrktaraðili?

Vilt þú vera í hópi mánaðarlegra styrktaraðila okkar? Þú hefur val um að greiða 2000 kr, 3300 kr eða 4500 kr mánaðarlega. Í boði er að styðja einstakan nemanda til náms. Styrktaraðilar veita ómetanlegan stuðning við rekstur skólans.

Verslaðu úganskt handverk

CLF á Íslandi hefur til sölu fallegt úganskt handverk.  Ágóðinn fer í að greiða kennslugögn, lækniskostnað og annan nauðsynlegan stuðning við nemendur. Þú getur séð urvalið og verslað inná www.clfverslun.is

Fylgist með!

Fréttir af starfinu

Vatn eru mannréttindi

Alþjóðlegi vatnsdagurinn er í dag en á þessum degi er…

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2021

8. mars var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Að því tilefni…

CLF Úganda fær styrk frá Rótarý og kanadíska ríkinu

/
Frábærar fréttir inn í helgina! CLF í Úganda hefur hlotið…

Fjölnota grímur

/
Við vorum að fá sendingu af einstaklega fallegum fjölnota…

Jólamarkaður CLF í Kolaportinu

/
Verið velkomin á Jólamarkað CLF á Íslandi en við verðum…

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

/
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða.…