Takk WoMena!

Í síðustu viku fékk Candle Light verkmenntaskólinn heimsókn frá samtökunum WoMena sem buðu upp á kynfræðslu og fræðslu um blæðingar fyrir nemendurna. Þar lærðu stelpurnar meðal annars að þekkja líkama sinn, tíðarhringinn, hvernig er best að takast á við tíðarverki og hvernig á að nota vörur eins og dömubindi. Einnig komu samtökin færandi hendi með fjölnota dömubindi fyrir nemendur og kennara, og birgðir á smokkum sem verður dreift í nágrenni við skólann. Nauðsynjavörur líkt og dömubindi eru því miður munaður sem ekki allir hafa efni á í Úganda, sem veldur því að margar stelpur missa úr skóla þegar þær eru á blæðingum. Bindin munu endast stelpunum í a.m.k. eitt ár, út skólagönguna. Við þökkum WoMena kærlega fyrir okkur, sem og Sendiráði Íslands í Kampala fyrir stuðninginn við heimsóknina!

Fimm hlauparar söfnuðu 170.000 kr.

Fimm vaskir hlauparar söfnuðu 170.000 kr. fyrir CLF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu.  Hlaupararnir voru þau Konráð S. Guðjónsson, Tómas Ingi Adolfsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Elín Gunnlaugsdóttir.

59 sáu sér fært um að heita á hlauparana okkar og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir.  Takk Helga, Hulda, Abel, Bjössi, Pétur, Jónína, Halla, Jói, Sigga, Mjöll, Jói, amma og afi í Hamrahlíð, Gunna Stína, Hannes, Steina, Raggi, Sigríður Hrólfsdóttir, Tinna, Halldóra, Gestur, Margret, Freysi, amma og afi í Vesturbergi, Sigrún, Helga Jóhannesdóttir, Sigrún Björg, Agnes, Gunsó, Siggi, Gummi, Selma Sif, Friðsemd, Steinn og öll þau sem studdu okkur nafnlaust!

Brunnurinn vígður!

Vatnsbrunnurinn er tilbúinn og kominn í gagnið! Við þökkum Utanríkisráðuneyti Íslands kærlega fyrir styrkinn. Frábært að stelpurnar okkar hafi núna greiðan aðgang að vatni! Agnes Hauksdóttir og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir stjórnarmeðlimir voru í Úganda fyrir stuttu, heimsóttu þá skólann og var brunnurinn vígður við litla athöfn en hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

Ljósmyndir: Muyingo SiRaj

Sigrún vinnur sjálfboðaliðastarf

Í lok mars hélt Sigrún Elfa Snæbjörnsdóttir til Úganda sem sjálfboðaliði í CLF skólanum. Sigrún var með námskeið í tölvunotkun fyrir stelpurnar í skólanum þar sem þær lærðu grunn atriði í word, settu upp tölvupóstfang og lærðu að senda tölvupóst og fleira sem kemur þeim vel í atvinnuleit í framtíðinni. Við þökkum Sigrúnu fyrir frábært starf í skólanum síðustu vikur!

Aðalfundur Alnæmisbarna

Aðalfundur Alnæmisbarna verður haldinn miðvikudaginn 17. maí nk. kl: 17:00 í Háskóla Íslands, Gimli stofu 301. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kjör nýrrar stjórnar, kosning um nafnabreytingu og önnur mál.

Ef þið hafið áhuga á að starfa með okkur í stjórninni endilega hafið samband á facebook eða á alnaemisborn@gmail.com.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Félagið Alnæmisbörn

Hafa margt til brunns að bera!

Þeir Karl Fann­ar Sæv­ars­son og Kon­ráð S. Guðjóns­son hlupu 10 kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka, til styrkt­ar stúlkna­skóla í Úganda. Það söfnuðust 290.000kr! Þeim verður vel varið í vinnu við að koma upp brunni fyrir stelpurnar okkar í Úganda.

Heitið á CLF í Reykjavíkurmaraþoninu

Þessa dagana standa Alnæmisbörn fyrir söfnun svo hægt sé að byggja húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation í Kampala, Úganda.

Þrír hlauparar, þær Jóhanna Ella Jónsdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Steinunn Hauksdóttir hafa ákveðið að safna áheitum fyrir Alnæmisbörn í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 24. ágúst næstkomandi.  Þær eru nú þegar búnar að safna 84.500 krónum til stuðnings Alnæmisbörnum.

 

Við hjá Alnæmisbörnum hvetjum fólk til þess að heita á þær í maraþonhlaupinu og óskum hlaupurunum góðs gengis.

 

Frekari upplýsingar má sjá á http://www.hlaupastyrkur.is/