Heitið á CLF í Reykjavíkurmaraþoninu

Þessa dagana standa Alnæmisbörn fyrir söfnun svo hægt sé að byggja húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation í Kampala, Úganda.

Þrír hlauparar, þær Jóhanna Ella Jónsdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Steinunn Hauksdóttir hafa ákveðið að safna áheitum fyrir Alnæmisbörn í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 24. ágúst næstkomandi.  Þær eru nú þegar búnar að safna 84.500 krónum til stuðnings Alnæmisbörnum.

 

Við hjá Alnæmisbörnum hvetjum fólk til þess að heita á þær í maraþonhlaupinu og óskum hlaupurunum góðs gengis.

 

Frekari upplýsingar má sjá á http://www.hlaupastyrkur.is/

0 svör

Skildu eftir athugasemd

Hefurðu eitthvað fram að færa?
Endilega láttu ljós þitt skína

Skildu eftir svar